Erlent

Lögreglumaður lést í skotbardaga

Að minnsta kosti þrír létust, þar af einn lögreglumaður, í skotbardaga á milli skæruliða og lögreglu í Kúveit í dag. Fjórir lögreglumenn og einn skæruliði særðust að auki. Átökin áttu sér stað í kjölfar þess að lögreglan réðist til atlögu á leynilegan stað skæruliðanna en þeir eru taldir tengjast al-Kaída samtökunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×