Erlent

75 ára skotin með rafbyssu

Lögreglukona hefur fengið viðvörun eftir að hafa notað fimmtíu þúsund volta rafbyssu gegn 75 ára gamalli konu á hjúkrunarheimili. Gamla konan varð æst þegar hún gat ekki fundið veikan vin sinn á heimilinu. Lögreglukonan reyndi að hafa hemil á henni en gamla konan reif sig í burtu frá henni og sló til hennar. Þá greip lögreglukonan til þess ráðs að nota rafbyssuna og það þótti yfirmönnum hennar full hart. Lögreglukonan fékk því viðvörun og var send á endurmenntunarnámskeið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×