Erlent

Ofsótti fyrrverandi kærustu

Maður var dæmdur í sextán mánaða fangelsi í Kaliforníu fyrir að ofsækja fyrrverandi kærustu sína. Maðurinn var sár og svekktur eftir að konan sleit sambandinu við hann. Reyndi hann hvað hann gat til að vinna aftur ástir konunnar en lítið gekk. Maðurinn gekk hins vegar of langt þegar hann festi farsíma með gervihnattastaðsetningartæki undir bíl hennar. Staðsetningartækið fór í gang í hvert sinn sem bíllinn hreyfðist og sendi merki í gegnum gervihnött og í tölvu mannsins. Konan uppgötvaði tækið þegar hún kom að manninum liggjandi undir bílnum að skipta um rafhlöðu í símanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×