Sport

Man Utd sigraði Boro

Manchester United sigraði Middlesbrough örugglega í síðasta leik dagsins í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í dag með þremur mörkum gegn engu, en leikið var á heimavelli United, Old Trafford. Írinn John OShea skoraði fyrsta markið strax á tíundu mínútu, en undrabarnið Wayne Rooney gerði út um leikinn með tveimur frábærum mörkum í síðari hálfleik. Í fyrra markinu vippaði Ronney skemmtilega yfir Schwarzer sem var kominn mjög framalega í markinu. Seinna markið var þó öllu glæsilegra en þá tók Rooney boltan á lofti og þrumaði honum viðstöðulaust efst í markhornið, eitthvað sem aðeins er á færi snillinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×