Sport

Anelka til Tyrklands

Franski knattspyrnumaðurinn Nicolas Anelka er á förum frá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester City sem hefur komist að samkomulagi við tyrkneska félagið Fenerbahce um kaupverð á kappanum. Kaupverðið er talið vera á bilinu 6-7 milljónir punda, sem samsvarar um 700-800 milljónum íslenskra króna. Anelka hefur átt stirt samband við Kevin Keegan knattspyrnustjóra í vetur og lýst því yfir að hann vilji fara til liðs sem hefur meiri metnað og meiri möguleika á að spila í Meistaradeildinni. Fenerbahce er sem stendur í efsta sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar með 43 stig, einu stigi fyrir ofan Galatasaray.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×