Sport

Edu á leið til Valencia

Samningar brasilíska miðvallarleikmannsins Edu, sem leikur með Arsenal, og spænska liðsins Valencia eru á lokastigi. Edu og Arsenal komust ekki að samkomulagi með endurnýjun á samningi Edu, sem rennur út í vor, og því óskaði pilturinn eftir að halda á braut. "Ég er tilbúinn að gera hvað sem er til að komast í raðir Valencia," sagði Edu. Þess má geta að Edu var einnig orðaður við Real Madrid og Barcelona.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×