Viggó, líttu þér nær! 27. janúar 2005 00:01 Viggó Sigurðsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, hefur verið þekktur á sínum þjálfaraferli fyrir að nöldra endalaust í dómurum á meðan leik stendur og vanda þeim síðan ekki kveðjurnar eftir leiki. Oft á tíðum hefur verið gaman að hlusta á Viggó tjá skoðanir sínar umbúðalaust en á heimsmeistaramótinu í Túnis hefur sú iðja hans, að gagnrýna dómarastéttina, nánast jaðrað við þráhyggju. Hann hefur haft allt á hornum sér eftir hvern einasta leik á mótinu, fengið gult spjald fyri mótmæli í þeim öllum og rakað hina alþjóðlegu dómarastétt niður í svaðið. Hann hefur eytt meira púðri í að skammast í dómurum heldur en að útskýra af hverju íslenska liðið er ekki betra en raun ber vitni. "Á móti kemur að þeir fengu vafasama dóma með sér undir lokin þannig að þeir geta líka þakkað fyrir að hafa hreinlega ekki tapað leiknum," sagði Viggó Sigurðsson eftir jafnteflið gegn Tékkum í fyrsta leiknum á heimsmeistaramótinu í Túnis á sunnudaginn. Þessi orð hans eru í besta falli hlægileg og raun ótrúleg einföldun að halda því fram að dómararnir hafi haft sigurinn af Íslendingum. Það voru jú Tékkar sem leiddu með níu mörkum þegar átján mínútur voru til leiksloka og í raun frekja að fara fram á meira en eitt stig miðað við hvernig leikurinn þróaðist. "Það var rosalega erfitt við þetta að eiga og ég er verulega ósáttur við dómgæsluna í leiknum. Þeir fá endalaus vítaköst og við erum með mann úti af allan seinni hálfleikinn. Svo sluppu Slóvenarnir hinum megin hvað eftir annað. Dómararnir tóku af skarið í leiknum á meðan við vorum að berjast við að spila handbolta.. Því miður verðum við að búa við það í handboltanum að dómararnir eru í aðalhlutverki á vellinum," sagði Viggó við Fréttablaðið eftir tapið gegn Slóveníu á þriðjudaginn. Hann kenndi dómurunum um tapið en skeytti engu um að íslenska liðið glutraði niður forystu og að það var samdóma álit flestra að þótt margir dómarar argentínsku dómaranna hefðu orkað tvímælis þá fengu bæði lið að kenna á því. "Ég spurði eftirlitsmennina að því hvort þetta mót væri æfingabúðir fyrir rusldómara. Við erum með argentínska dómara í Slóvenaleiknum sem voru að dæma sinn fyrsta leik utan Suður-Ameríku. Svo er það þetta dómarapar hér í kvöld. Ég veit ekki hvernig þeir fóru að því að komast inn á alþjóðamót," sagði Viggó eftir leikinn gegn Kúveit á miðvikudaginn. Íslenska liðið var ömurlega lélegt í leiknum, leikmenn spiluðu með hálfum hug og áttu í raun að skammast sín fyrir spilamennskuna gegn liði sem myndi sóma sér þokkalega í íslensku utandeildinni. Samt ákvað Viggó að gagnrýna dómarana enda gat svo sem lítið sagt sínum mönnum til varnar. Þessi þrjú dæmi hér að ofan sýna svo ekki verður um villst hvar fókusinn liggur hjá Viggó Sigurðssyni. Íslenska liðið hefur ekki spilað vel það sem af þessu móti og það má vel vera að þessar endalausu árásir á dómarana séu hans aðferð til að breiða yfir það. Þessi aðferð virkar hins vegar ekki og gerir Viggó í raun hjákátlegan. Hann getur reynt að komast í dómaraeftirlitsnefnd IHF þegar fram liða stundir en núna er hann þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta. Hann er ekki sjálfskipaður refsivöndur dómararastéttarinnar. Viggó, líttu þér nær! Eftir Óskar Hrafn Þorvaldsson Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Sjá meira
Viggó Sigurðsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, hefur verið þekktur á sínum þjálfaraferli fyrir að nöldra endalaust í dómurum á meðan leik stendur og vanda þeim síðan ekki kveðjurnar eftir leiki. Oft á tíðum hefur verið gaman að hlusta á Viggó tjá skoðanir sínar umbúðalaust en á heimsmeistaramótinu í Túnis hefur sú iðja hans, að gagnrýna dómarastéttina, nánast jaðrað við þráhyggju. Hann hefur haft allt á hornum sér eftir hvern einasta leik á mótinu, fengið gult spjald fyri mótmæli í þeim öllum og rakað hina alþjóðlegu dómarastétt niður í svaðið. Hann hefur eytt meira púðri í að skammast í dómurum heldur en að útskýra af hverju íslenska liðið er ekki betra en raun ber vitni. "Á móti kemur að þeir fengu vafasama dóma með sér undir lokin þannig að þeir geta líka þakkað fyrir að hafa hreinlega ekki tapað leiknum," sagði Viggó Sigurðsson eftir jafnteflið gegn Tékkum í fyrsta leiknum á heimsmeistaramótinu í Túnis á sunnudaginn. Þessi orð hans eru í besta falli hlægileg og raun ótrúleg einföldun að halda því fram að dómararnir hafi haft sigurinn af Íslendingum. Það voru jú Tékkar sem leiddu með níu mörkum þegar átján mínútur voru til leiksloka og í raun frekja að fara fram á meira en eitt stig miðað við hvernig leikurinn þróaðist. "Það var rosalega erfitt við þetta að eiga og ég er verulega ósáttur við dómgæsluna í leiknum. Þeir fá endalaus vítaköst og við erum með mann úti af allan seinni hálfleikinn. Svo sluppu Slóvenarnir hinum megin hvað eftir annað. Dómararnir tóku af skarið í leiknum á meðan við vorum að berjast við að spila handbolta.. Því miður verðum við að búa við það í handboltanum að dómararnir eru í aðalhlutverki á vellinum," sagði Viggó við Fréttablaðið eftir tapið gegn Slóveníu á þriðjudaginn. Hann kenndi dómurunum um tapið en skeytti engu um að íslenska liðið glutraði niður forystu og að það var samdóma álit flestra að þótt margir dómarar argentínsku dómaranna hefðu orkað tvímælis þá fengu bæði lið að kenna á því. "Ég spurði eftirlitsmennina að því hvort þetta mót væri æfingabúðir fyrir rusldómara. Við erum með argentínska dómara í Slóvenaleiknum sem voru að dæma sinn fyrsta leik utan Suður-Ameríku. Svo er það þetta dómarapar hér í kvöld. Ég veit ekki hvernig þeir fóru að því að komast inn á alþjóðamót," sagði Viggó eftir leikinn gegn Kúveit á miðvikudaginn. Íslenska liðið var ömurlega lélegt í leiknum, leikmenn spiluðu með hálfum hug og áttu í raun að skammast sín fyrir spilamennskuna gegn liði sem myndi sóma sér þokkalega í íslensku utandeildinni. Samt ákvað Viggó að gagnrýna dómarana enda gat svo sem lítið sagt sínum mönnum til varnar. Þessi þrjú dæmi hér að ofan sýna svo ekki verður um villst hvar fókusinn liggur hjá Viggó Sigurðssyni. Íslenska liðið hefur ekki spilað vel það sem af þessu móti og það má vel vera að þessar endalausu árásir á dómarana séu hans aðferð til að breiða yfir það. Þessi aðferð virkar hins vegar ekki og gerir Viggó í raun hjákátlegan. Hann getur reynt að komast í dómaraeftirlitsnefnd IHF þegar fram liða stundir en núna er hann þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta. Hann er ekki sjálfskipaður refsivöndur dómararastéttarinnar. Viggó, líttu þér nær! Eftir Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Sjá meira