Erlent

Segja auðgun úrans óviðunandi

Frakkar, Bretar og Þjóðverjar hafa sagt Írönum að það sé óviðunandi að þeir viðhaldi áætlun sinni auðgun úrans þar sem hægt sé að nota það til að smíða kjarnorkuvopn. Íranar hættu tímabundið að auðga úran en segja nú að það sé réttur þeirra sem sjálfstæðrar þjóðar að framleiða eldsneyti fyrir kjarnorkuver og þeir muni aldrei hætta því. Bandaríkin hafa haldið sig til hlés í kjarnorkumálum Írana meðan Evrópusambandið reynir að semja við þá. Bandaríkin og Evrópusambandið eru sammála um að ekki sé hægt að una við það að Íranar smíði kjarnorkusprengjur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×