Hundruð flytja á laugaveginn 25. janúar 2005 00:01 Byggingarfyrirtækið Stafna á milli hefur keypt allar húseignir frá og með Laugavegi 41, niður Frakkastíg og til og með Hverfisgötu 58. Fyrirtækið ÁF-hús hefur fest kaup á eignunum að Laugavegi 33a og 35 auk Vatnsstígs 4. Bæði fyrirtækin hyggjast byggja að nýju á lóðunum eftir deiliskipulagi. Verslanir og fjöldi íbúða verða í húsunum. Engilbert Runólfsson, eigandi Stafna á milli, segir hönnun svæðisins ekki lokið en eins og greint hefur verið frá á að reisa fimmtán þúsund fermetra hús á reitnum. Sex þúsund fermetra bílageymsla verður undir byggingunni. Ágúst Friðgeirsson, eigandi ÁF-húsa ehf., segir hönnun nýju húsanna á byrjunarstigi. Stefnt sé að því að rífa þau sem fyrir séu og byggja ný fjögurra hæða. Ágúst segir það í skoðun að kaupa fleiri hús á svæðinu en enn sé óljóst hvað verði. "Þessi hús eru í það minnsta komin komin í hendi og duga mér í bili." Sigurður G. Steinþórsson, gullsmíðameistari og annar eigandi Gulls og silfurs, seldi ÁF-húsum Laugaveg 35. Fyrirtæki hans flytur ofar á Laugaveginn. "Ég er búinn að vera hér í 34 ár og það er dálítið átak að selja staðinn sem maður er nánast búinn að búa á," segir Sigurður. Það hafi hann gert til að stuðla að uppbyggingunni: "Það er fullt af fyrirtækjum sem vilja koma hingað á Laugaveginn en þau vilja ekki vera í þessum gömlu húsum. Með nýjum húsum fáum við öll bestu fyrirtækin á svæðið." Sigurður segir ásókn í húseignir þegar hafa aukist og fólk hafi öðlast endurnýjaða trú á hinn eina sanna Laugaveg sem miðpunkt borgarinnar. Þar muni þúsundir búa og hundruð flytjast í nýju íbúðirnar. "Nú verður fólk í miðbænum. Hér verður ekki bara draugaborg eftir miðnætti heldur líf og fjör með veitingastöðum, verslunum og fólki," segir Sigurður. "Þetta er frábær þróun." Fréttir Innlent Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira
Byggingarfyrirtækið Stafna á milli hefur keypt allar húseignir frá og með Laugavegi 41, niður Frakkastíg og til og með Hverfisgötu 58. Fyrirtækið ÁF-hús hefur fest kaup á eignunum að Laugavegi 33a og 35 auk Vatnsstígs 4. Bæði fyrirtækin hyggjast byggja að nýju á lóðunum eftir deiliskipulagi. Verslanir og fjöldi íbúða verða í húsunum. Engilbert Runólfsson, eigandi Stafna á milli, segir hönnun svæðisins ekki lokið en eins og greint hefur verið frá á að reisa fimmtán þúsund fermetra hús á reitnum. Sex þúsund fermetra bílageymsla verður undir byggingunni. Ágúst Friðgeirsson, eigandi ÁF-húsa ehf., segir hönnun nýju húsanna á byrjunarstigi. Stefnt sé að því að rífa þau sem fyrir séu og byggja ný fjögurra hæða. Ágúst segir það í skoðun að kaupa fleiri hús á svæðinu en enn sé óljóst hvað verði. "Þessi hús eru í það minnsta komin komin í hendi og duga mér í bili." Sigurður G. Steinþórsson, gullsmíðameistari og annar eigandi Gulls og silfurs, seldi ÁF-húsum Laugaveg 35. Fyrirtæki hans flytur ofar á Laugaveginn. "Ég er búinn að vera hér í 34 ár og það er dálítið átak að selja staðinn sem maður er nánast búinn að búa á," segir Sigurður. Það hafi hann gert til að stuðla að uppbyggingunni: "Það er fullt af fyrirtækjum sem vilja koma hingað á Laugaveginn en þau vilja ekki vera í þessum gömlu húsum. Með nýjum húsum fáum við öll bestu fyrirtækin á svæðið." Sigurður segir ásókn í húseignir þegar hafa aukist og fólk hafi öðlast endurnýjaða trú á hinn eina sanna Laugaveg sem miðpunkt borgarinnar. Þar muni þúsundir búa og hundruð flytjast í nýju íbúðirnar. "Nú verður fólk í miðbænum. Hér verður ekki bara draugaborg eftir miðnætti heldur líf og fjör með veitingastöðum, verslunum og fólki," segir Sigurður. "Þetta er frábær þróun."
Fréttir Innlent Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira