Kjarabætur stóðu ekki til 24. janúar 2005 00:01 Tilgangurinn með lögum um eftirlaun ráðherra og þingmanna var ekki að bæta kjör fyrrverandi stjórnmálamanna sem gegna föstum störfum hjá ríkinu. Þetta segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vegna umræðu um sjö fyrrverandi ráðherra sem fengu samtals rúmar sautján milljónir króna í eftirlaun á liðnu ári þrátt fyrir að vera enn í fullu starfi á vegum hins opinbera. Með lögunum, sem voru samþykkt í desember árið 2003, voru heimildir til töku eftirlauna rýmkaðar og aðeins einn þeirra sjö sem nú þiggja eftirlaun hafði öðlast réttindi til þeirra fyrir gildistöku nýju laganna. "Breytingarnar sem voru gerðar miðuðu meðal annars að því að bæta kjör stjórnarandstöðuformannanna og gera stjórnmálamönnum kleift að hætta fyrr," segir Halldór. "Mönnum sást einfaldega yfir þetta og ég tel rétt að taka þetta til athugunar." Halldór telur líklegt að lagabreytingu þurfi til. Hann minnir á að samstaða hafi verið um það meðal formanna stjórnmálaflokkanna að leggja málið fram á sínum tíma og segist vonast til að samstaða náist um málið á Alþingi. "Ég tel eðlilegt að málið verði rætt innan þingsins og samstaða náist um það í viðkomandi þingnefnd og það verði síðan lagt fram í nafni hennar." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segist vilja breyta lögunum þannig að stjórnmálamenn geti ekki þegið eftirlaun hjá ríki og jafnframt verið í vinnu annars staðar. "Annað er fráleitt og það voru mistök að hafa ekki búið svo um hnútana á sínum tíma að tryggt væri að stjórnmálamenn gætu ekki þegið tvenn eftirlaun hjá ríkinu:" Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir tillögur Halldórs Ásgrímssonar kattarþvott. "Það er ein leið fær í þessu máli og hún er að afnema þessi lög og setja þingmenn og ráðherra inn í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Það er góður sjóður og meira en boðlegur öllum þeim sem starfa hér á vinnumarkaði, þar á meðal þingmönnum og ráðherrum." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Tilgangurinn með lögum um eftirlaun ráðherra og þingmanna var ekki að bæta kjör fyrrverandi stjórnmálamanna sem gegna föstum störfum hjá ríkinu. Þetta segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vegna umræðu um sjö fyrrverandi ráðherra sem fengu samtals rúmar sautján milljónir króna í eftirlaun á liðnu ári þrátt fyrir að vera enn í fullu starfi á vegum hins opinbera. Með lögunum, sem voru samþykkt í desember árið 2003, voru heimildir til töku eftirlauna rýmkaðar og aðeins einn þeirra sjö sem nú þiggja eftirlaun hafði öðlast réttindi til þeirra fyrir gildistöku nýju laganna. "Breytingarnar sem voru gerðar miðuðu meðal annars að því að bæta kjör stjórnarandstöðuformannanna og gera stjórnmálamönnum kleift að hætta fyrr," segir Halldór. "Mönnum sást einfaldega yfir þetta og ég tel rétt að taka þetta til athugunar." Halldór telur líklegt að lagabreytingu þurfi til. Hann minnir á að samstaða hafi verið um það meðal formanna stjórnmálaflokkanna að leggja málið fram á sínum tíma og segist vonast til að samstaða náist um málið á Alþingi. "Ég tel eðlilegt að málið verði rætt innan þingsins og samstaða náist um það í viðkomandi þingnefnd og það verði síðan lagt fram í nafni hennar." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segist vilja breyta lögunum þannig að stjórnmálamenn geti ekki þegið eftirlaun hjá ríki og jafnframt verið í vinnu annars staðar. "Annað er fráleitt og það voru mistök að hafa ekki búið svo um hnútana á sínum tíma að tryggt væri að stjórnmálamenn gætu ekki þegið tvenn eftirlaun hjá ríkinu:" Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir tillögur Halldórs Ásgrímssonar kattarþvott. "Það er ein leið fær í þessu máli og hún er að afnema þessi lög og setja þingmenn og ráðherra inn í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Það er góður sjóður og meira en boðlegur öllum þeim sem starfa hér á vinnumarkaði, þar á meðal þingmönnum og ráðherrum."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira