Breytir engu um vald ráðherra 20. janúar 2005 00:01 "Það er algjörlega á hreinu að þótt staðan í Írak hafi verið rædd var stuðningur okkar við innrásina og vera okkar á listanum aldrei rætt í utanríkismálanefnd," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sem átti sæti í nefndinni á tímabilinu. "Ákvörðunin sem slík var ekki til staðar, né hafði verið boðað að hún væri í vændum," segir Steingrímur. Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sat í utanríkismálanefnd á þessum tíma. "Ég man ekki til þess að það hafi verið lagt fyrir utanríkismálanefnd hvort Íslendingar ættu að styðja innrásina í Írak, ég held að þetta hafi komið mjög snöggt upp," segir Magnús. Jónína Bjartmarz hefur sagt hið sama opinberlega. Aðspurður segir Magnús að ákvörðunin hafi heldur aldrei verið rædd í þingflokknum. Sigríður Anna Þórðardóttir var þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar á umræddum tíma. Hún segist ekkert hafa um málið að segja. Björn Bjarnason sat fyrir Sjálfstæðisflokk í nefndinni. "Ég ætla ekki að taka þátt í þessum "leik" sem skiptir engu máli og breytir engu um vald ráðherra eða annarra og svara því ekki spurningum þínum um þetta mál," segir Björn. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, átti sæti í nefndinni. "Ég tel að málefni Íraks hafi verið rædd á breiðum grundvelli í utanríkismálanefnd og á Alþingi og fyrir innrásina og á eftir. Ég tel að með þeim umræðum hafi þingskaparákvæði, þar sem kveður á um samráðsgildi við utanríkismálanefnd, verið fullnægt að öllu leyti." Spurður hvort hugsanlegur stuðningur Íslendinga við innrásina hafi verið ræddur segist hann ekki vilja fara ofan í það efnislega sem rætt var á fundunum. "Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn geta haldið því fram í sífellu að Íraksmálin hafi verið rædd þennan vetur," segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. "Þegar rætt var um málefni Íraks var það alltaf að frumkvæði stjórnarandstöðunnar, bæði í þinginu og í utanríkismálanefnd. Það fyrir liggur að ákvörðunin um að styðja innrásina var aldrei rædd í utanríkismálanefnd, enda hefur forsætisráðherra, þáverandi utanríkisráðherra, margsagt að hann teldi að ekki hafi verið þörf á því," segir Þórunn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
"Það er algjörlega á hreinu að þótt staðan í Írak hafi verið rædd var stuðningur okkar við innrásina og vera okkar á listanum aldrei rætt í utanríkismálanefnd," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sem átti sæti í nefndinni á tímabilinu. "Ákvörðunin sem slík var ekki til staðar, né hafði verið boðað að hún væri í vændum," segir Steingrímur. Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sat í utanríkismálanefnd á þessum tíma. "Ég man ekki til þess að það hafi verið lagt fyrir utanríkismálanefnd hvort Íslendingar ættu að styðja innrásina í Írak, ég held að þetta hafi komið mjög snöggt upp," segir Magnús. Jónína Bjartmarz hefur sagt hið sama opinberlega. Aðspurður segir Magnús að ákvörðunin hafi heldur aldrei verið rædd í þingflokknum. Sigríður Anna Þórðardóttir var þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar á umræddum tíma. Hún segist ekkert hafa um málið að segja. Björn Bjarnason sat fyrir Sjálfstæðisflokk í nefndinni. "Ég ætla ekki að taka þátt í þessum "leik" sem skiptir engu máli og breytir engu um vald ráðherra eða annarra og svara því ekki spurningum þínum um þetta mál," segir Björn. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, átti sæti í nefndinni. "Ég tel að málefni Íraks hafi verið rædd á breiðum grundvelli í utanríkismálanefnd og á Alþingi og fyrir innrásina og á eftir. Ég tel að með þeim umræðum hafi þingskaparákvæði, þar sem kveður á um samráðsgildi við utanríkismálanefnd, verið fullnægt að öllu leyti." Spurður hvort hugsanlegur stuðningur Íslendinga við innrásina hafi verið ræddur segist hann ekki vilja fara ofan í það efnislega sem rætt var á fundunum. "Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn geta haldið því fram í sífellu að Íraksmálin hafi verið rædd þennan vetur," segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. "Þegar rætt var um málefni Íraks var það alltaf að frumkvæði stjórnarandstöðunnar, bæði í þinginu og í utanríkismálanefnd. Það fyrir liggur að ákvörðunin um að styðja innrásina var aldrei rædd í utanríkismálanefnd, enda hefur forsætisráðherra, þáverandi utanríkisráðherra, margsagt að hann teldi að ekki hafi verið þörf á því," segir Þórunn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira