Innlent

Kjör eldri borgara versna

Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, segir að kjör eldri borgara hafi dregist verulega aftur úr kjörum annarra og opinber þjónusta hafi hækkað verulega umfram kjör þessa hóps. Eldri borgarar komu saman til fundar í Glæsibæ í Reykjavík í gærkvöldi þar sem kjör þeirra voru til umræðu. Niðurstaðan er sú að þessi hópur hefur dregist verulega aftur úr öðrum. Ólafur segir eldri borgara hafa dregist aftur úr kjörum kennara og hjúkrunarfræðinga sem nemur um 30%, svo miðað sé við eitthvað, og enn meira sé miðað við stjórnmálamenn. Þá segir Ólafur að þjónusta sem eldri borgarar nota sérstaklega, eins og lyf, hafi hækkað gífurlega. Strætisvagnaferðir hafi einnig hækkað um 400% og heimaþjónusta um 50%. Síðar í þessum mánuði ganga fulltrúar eldri borgara á fund stjórnvalda til að ræða stöðuna. Sumir hafa haft á orði að eldri borgarar séu annars flokks borgarar og jafnvel megi leiða rök að því að ekki sé lengur þörf fyrir eldri borgara, að sögn Ólafs.   



Fleiri fréttir

Sjá meira


×