Innlent

Vita ekki fjölda læknamistaka

Ekkert skipulagt skráningarkerfi heldur utan um kærur sem berast Landlæknisembættinu. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir segir að skipt hafi verið um tölvukerfi embættisins fyrir stuttu. Nýja kerfið bjóði ekki upp á að fylgst sé með fjölda kæranna með einföldum hætti. Á heimasíðu landlæknis segir að um 250 kærur, stórar og smáar, berist árlega. Þeim hafi farið fjölgandi eftir að skráningar hófust fyrir tíu árum. Hjá embættinu fengust þær upplýsingar að til standi að endurbæta tölvukerfið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×