Innlent

Mörg ágreiningsatriði um Impregilo

Nefndin hefur kallað fulltrúa viðkomandi fyrirtækja, stofnana og samtaka á sinn fund til að afla upplýsinga. Á fund félagsmálanefndar í gær mættu fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands og Vinnumálastofnun. Áður hafði nefndin fundað með fulltrúum Impregilo, Vinnumálastofnunar, félagsmálaráðuneytis og Landsvirkjunar. "Það kom fram að menn greinir á um hvort hægt sé að fá fleiri Íslendinga og Evrópubúa til að vinna uppi á Kárahnjúkasvæðinu eða ekki," sagði Siv. "Impregilo telur sig hafa reynt að gera það í kjölfar þess að Landsvirkjun bað þá að hraða verkinu yfir vetrartímann, gagnstætt því sem áður var fyrirhugað. ASÍ hefur dregið í efa að reynt hafi verið til þrautar. Það er ágreiningur um mjög mörg atriði," sagði Siv enn fremur," en þetta stendur svolítið upp úr að mínu mati." Hún kvaðst gera ráð fyrir að málið yrði rætt á Alþingi þegar það kæmi saman.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×