Innlent

Fagnar áformum um sölu Símans

Frjálshyggjufélagið fagnar í ályktun áformum ríkisstjórnarinnar um að selja Símann en hafnar hins vegar öllum hugmyndum um aukinn ríkisrekstur á heilbrigðissviði. Sala ríkisfyrirtækis sé ekki einkavæðing ef andvirði sölunnar sé notað til að auka ríkisrekstur á öðrum sviðum. Reisa megi nýtt sjúkrahús en ekki á vegum ríkisins. Mikilvægt sé að tekjur af sölu ríkisfyrirtækja séu notaðar í að greiðs niður skuldir ríkisins. Þannig minnki þörfin fyrir skattheimtu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×