Innlent

Varað við snjóflóðum við Ísafjörð

Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að snjóflóðahætta sé á vegum í nágrenni Ísafjarðar. Er fólk beðið um að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. Þetta á sérstaklega við um Óshlíð, Súðavíkurhlíð og Flateyrarveg. Holtavörðuheiði er enn ófær en hægt er að komast um Bröttubrekku og Laxárdalsheiði í staðinn. Þá er verið að moka Steingrímsfjarðarheiði en hætt hefur verið við mokstur á Klettshálsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×