Sport

Kiddi Lár framlengir

Kristinn Ingi Lárusson, einn af burðarásum Valsliðsins í knattspyrnu, hefur framlengt samning sinn við félagið eftir því sem fram kemur á heimasíðu Vals. Ekki kemur fram á síðunni hversu langur samningur Kristins Inga er en hann spilaði þrettán leiki með Val í 1. deildinni síðasta sumar og skoraði eitt mark. Kristinn Ingi hefur leikið 79 leiki með Val í efstu deild og skorað í þeim sextán mörk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×