Sport

Bakayoko aftur í enska boltann?

Ibrahima Bakayoko, framherji Osasuna, hefur verið tilkynnt að honum verði ekki boðin nýr samningur hjá spænska liðinu og talið er að hann muni snúa aftur í enska boltann, en hann lék áður með Everton. Bakayoko var í sumar orðaður við Wolves og vitað er af áhuga spænska liðsins Murcia, en talið er að leikmaðurinn sjálfur vilji fara aftur til Englands þar sem Southampton, Portsmouth og WBA hafa öll áhuga. Forseti Osasuna, Patxi Izco, staðfesti að allnokkur lið hefðu sett sig í samband við hann, en vildi ekki nefna nein nöfn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×