Sport

Redknapp lærisveinn föður síns

Jamie Redknapp, miðjumaður Tottenham, er genginn til liðs við Southampton í ensku úrvalsdeildinni. Hann skrifaði undir hálfs árs samning við félagið og fer án endurgjalds. Knattspyrnustjóri Southampton er enginn annar er faðir hans, Harry Redknapp. Þá virðist allt benda til þess að Liverpool fái argentíska varnarmanninn Maurico Pellegrino frá Valencia án þess að borga krónu en Pellegrino hefur ekki verið í náðinni hjá Claudio Ranieri, stjóra Valencia. WBA og Newcastle gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. WBA er enn neðst en Newcastle í 13. sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×