Innlent

Ísland er ekki bananalýðveldi

Björgólfur Thor Björg­ólfsson, stjórnarformaður ­Straums ­­­­­- Burðaráss, segist vera áhyggjufullur yfir þeim pólitíska stimpli sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefur gefið málaferlum á hendur Baugi. Það hafi leitt af sér vonda athygli. Hann telur að þáttur stjórnmálanna í framvindu málsins sé minni en gefið sé í skyn. Þetta kemur fram í langri grein sem birt var á vefsíðu breska blaðsins Financial Times í gær.

Blaðamaður, sem hefur fylgst með helstu þátttakendunum í íslensku viðskiptalífi undanfarið og lögsókninni á hendur Baugi, skrifar pistilinn og kemur víða við. "Ísland er ekki bananalýðveldi og þú átt ekki að gera lítið úr íslensku samfélagi," er haft eftir Björgólfi Thor.

Hann segir að þrátt fyrir að dómsmálið gegn Baugi muni reynast stormur í vatnsglasi komi það sér illa fyrir Ísland. Allir muni tapa í þeirri stöðu sem upp sé komin. Jón Ásgeir segir í viðtalinu að hann beri ekki eins sterkar tilfinningar til Íslands eins og áður. "Ég get ekki lengur eytt of miklum tíma þar. Ég verð pirraður," er haft eftir honum í lok greinarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×