Innlent

Verðbólgan farin að lækka

Lækkandi verðbólga bendir til mjúkrar lendingar í hagkerfinu, segir Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra. Greinilegt sé að aðhald í ríkisrekstri og vaxtahækkanir Seðalabankans skili árangri. Aðkoma ríkisvaldsins að kjarasamningum var rædd á ríkisstjórnarfundi í morgun og er forsætisráðherra bjartsýnn á að samningar haldi.

Samkvæmt nýjustu mælingum Seðalabankans, er nú lítilsháttar verðhjöðnun - eftir verðbólguskot síðustu mánuði. Mest munar þar um lækkandi olíuverð. Miðað við þetta hefur verðbólga síðasta árið verið 4,2%, en aðeins núlll koma sjö prósent ef fasteignaverð er ekki tekið með í reikninginn. Að auki hafa langtímavextir hækkað og nú síðast í dag tilkynnti Landsbankinn hækkun á íbúðalánavöxtum úr úr 4,15 í 4,45%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×