Innlent

Bílaumboðin búast við samdrætti á næsta ári

MYND/GVA

Bílaumboðin gera ráð fyrir allt að 30 prósenta samdrætti í bílasölu á næsta ári.

Pantanir á nýjum bílum fyrir næsta ár hafa dregist mikið saman að sögn stjórnenda stærstu bílaumboðanna. Gera þau ráð fyrir allt frá 20 til 30 prósenta samdrætti í sölu á nýjum bílum, bæði hvað varðar fólksbíla og sendibíla.

Sérfræðingar segja óhætt að segja að toppnum hafi nú þegar verið náð og þótt ekki ríki beint svartsýni í geiranum sé nú þegar farið að hægjast þónokkuð á sölunni enda sala verið óvenjugóð undanfarin tvö ár. Hversu mikil lækkunin verður ræðst að þónokkru leyti af stöðu krónunnar og segja þeir svartsýnustu að ef hún gefi mikið eftir geti samdrátturinn orðið allt að 50 prósent. Þó er búist við að markaðshlutföllin haldist þau sömu og hingað til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×