Fjórir voru fluttir á sjúkrahús eftir að jeppi valt á veginum sunnan við Hvalfjarðargöngin laust eftir hádegið. Tveir farþeganna festust í bílnum við veltuna svo nota þurfti klippur til að ná þeim lausum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort fólkið hafi slasast mikið. Bæði lögregla og sjúkralið frá Akranesi og Reykjavík voru kölluð á vettvang vegna slyssins. Vesturlandsvegur varlokaður um tíma vegna slyssinsen hefur nú verið opnaður.
Strætisvagn valt á Kjalarnesi