Innlent

Hver að verða síðastur að ná sér í jólatré

Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í jólatré
Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í jólatré E.Ól
Jólatré eru að seljast upp, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu, og fer hver að verða síðastur til að ná sér í slíkt stofustáss. Mikil aukning hefur verið á sölu jólatrjáa milli ára og nú er svo komið að kaupmenn sjá fram á að þau seljist upp. Samkvæmt heimildum NFS var aukasending af trjám rifin af vörubílspallinum af trjáþurfa fólki á einum sölustaðnum og bókstaflega slegist um hríslurnar. Fréttastofunni bárust einnig fréttir af því fyrir stundu að björgunarsveitin í Hafnarfirði eigi nokkur hundruð jólatré eftir þannig að enn er von fyrir þá sem keyra nú vonlitlir á milli sölustaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×