Innlent

Gríðarlegur áhugi á flugfélögum

MYND/Vísir

Hlutabréf í FL-Group hækkuðu um 4,8%í dag. Bréf í félaginu hafa meira en tvöfaldað sig á síðustu 12 mánuðum. Þá er gríðarlegur áhugi á öðru flugfélagi, Avion Group, en hlutafjárútboði félagsins lauk í dag.

Hlutabréf í FL-Group hækkuðu um 4,8% í dag. Hlutabréf í félaginu hafa meira en tvöfaldast á síðustu 12 mánuðum en þau hafa hækkað um rúm 105%. Hlutabréf í félaginu hafa hækkað um rúm 23% á síðustu þremur vikunum. Margir hafa velt fyrir sér af hverju hækkun bréfanna stafar. Engin ein augljós skýring er á þessum hækkunum í dag samkvæmt greiningardeildum bankanna en ýmsar vangaveltur eru uppi.

Á sama tíma og þetta gerist kemur fram gríðarlegur áhugi fjárfesta á öðru flugfélagi Avion Group. Hlutafjárútboði Avion Group hf. til fagfjárfesta lauk í dag en alls óskuðu fagfjárfestar eftir að kaupa hluti í félaginu fyrir ríflega 100 milljarða króna að söluvirði sem er sextánföld umframeftirspurn. Selt var nýtt hlutafé að söluverðmæti 10 milljarðar króna á genginu 38,3 til fagfjárfesta. Forsvarsmenn Avion Group eru að vonum ánægðir með niðurstöðu útboðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×