Játaði manndráp en neitaði ásetningi Óli Kristján Ármannsson skrifar 23. desember 2005 06:00 Sigurður Freyr Kristmundsson færður fyrir dómara. Sigurður Freyr Kristmundsson hefur játað fyrir dómi að hafa orðið tvítugum pilti að bana í húsi við Hverfisgötu í Reykjavík að morgni laugardagsins 20. ágúst. Sigurður, sem er 23 ára gamall, neitar því að um ásetning hafi verið að ræða. Mál á hendur honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Foreldrar piltsins sem lést krefja Sigurð um skaðabætur, móðirin 3.150.000 krónur og faðirinn 2.216.313 krónur. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sigurðar, segir hann hafa játað önnur brot sem einnig er ákært fyrir. Aðalmeðferð í málinu sem fram fer í lok janúar segir hann því að mestu koma til með að snúast um "stig ásetnings" í manndrápsmálinu. Í ákæru ríkissaksóknara kemur fram að Sigurður hafi stungið þann sem lést með hnífi í brjóstholið, en stungan náði í gegnum hjarta hans og í lifur. Þegar atburðurinn átti sér stað var Sigurður þegar úrskurðaður í gæsluvarðhald, en ástand hans var að sögn lögreglu með þeim hætti að erfitt var að yfirheyra hann. Lögregla var kvödd að íbúðinni snemma á laugardagsmorni með tilkynningu um að maður hefði verið stunginn. Þegar hún kom á vettvang hófust þegar lífgunartilraunir, en þær báru ekki árangur og maðurinn lést skömmu síðar. Í íbúðinni var lagt hald á hnífinn sem talið var að hefði verið notaður. Fleira fólk sem var í íbúðinni, tveir karlmenn og ein kona, var einnig handtekið og yfirheyrt en sleppt fljótlega. Öll voru þau sögð í annarlegu ástandi. Auk manndrápskærunnar er Sigurður ákærður fyrir að hafa í byrjun ágúst brotist inn í íbúð við Framnesveg í Reykjavík og stolið þar fartölvu, stafrænni myndavél, DVD-spilara og fleiru smálegu. Þá er hann kærður fyrir að hafa í fimm skipti frá því í nóvember í fyrra og þar til um mitt síðasta sumar brotið umferðarlög, með akstri án réttinda og stundum undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Birtist í Fréttablaðinu Innlent Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Sigurður Freyr Kristmundsson hefur játað fyrir dómi að hafa orðið tvítugum pilti að bana í húsi við Hverfisgötu í Reykjavík að morgni laugardagsins 20. ágúst. Sigurður, sem er 23 ára gamall, neitar því að um ásetning hafi verið að ræða. Mál á hendur honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Foreldrar piltsins sem lést krefja Sigurð um skaðabætur, móðirin 3.150.000 krónur og faðirinn 2.216.313 krónur. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sigurðar, segir hann hafa játað önnur brot sem einnig er ákært fyrir. Aðalmeðferð í málinu sem fram fer í lok janúar segir hann því að mestu koma til með að snúast um "stig ásetnings" í manndrápsmálinu. Í ákæru ríkissaksóknara kemur fram að Sigurður hafi stungið þann sem lést með hnífi í brjóstholið, en stungan náði í gegnum hjarta hans og í lifur. Þegar atburðurinn átti sér stað var Sigurður þegar úrskurðaður í gæsluvarðhald, en ástand hans var að sögn lögreglu með þeim hætti að erfitt var að yfirheyra hann. Lögregla var kvödd að íbúðinni snemma á laugardagsmorni með tilkynningu um að maður hefði verið stunginn. Þegar hún kom á vettvang hófust þegar lífgunartilraunir, en þær báru ekki árangur og maðurinn lést skömmu síðar. Í íbúðinni var lagt hald á hnífinn sem talið var að hefði verið notaður. Fleira fólk sem var í íbúðinni, tveir karlmenn og ein kona, var einnig handtekið og yfirheyrt en sleppt fljótlega. Öll voru þau sögð í annarlegu ástandi. Auk manndrápskærunnar er Sigurður ákærður fyrir að hafa í byrjun ágúst brotist inn í íbúð við Framnesveg í Reykjavík og stolið þar fartölvu, stafrænni myndavél, DVD-spilara og fleiru smálegu. Þá er hann kærður fyrir að hafa í fimm skipti frá því í nóvember í fyrra og þar til um mitt síðasta sumar brotið umferðarlög, með akstri án réttinda og stundum undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.
Birtist í Fréttablaðinu Innlent Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira