Innlent

Vann til silfurverðlauna á EM í kranastjórnun

Ingi Björnsson,nýkrýndur Íslandsmeistari í kranastjórnun,hlaut nýveriðsilfurverðlaun í Evrópukeppni Liebherr í kranastjórnun sem fram fór íSuður-Þýskalandi þann 30. nóvember síðastliðinn.Í tilkynningu frá Merkúr, umboðsaðila Liebherr á Íslandi, kemur fram að um sé að ræða árlega Evrópukeppniþar sem sigurvegarar hvers lands eigastvið innbyrðis og keppa um Evrópumeistarartitil kranamanna.

Fyrirkomulagið var þannig háttað að keppendum var ætlað að leysa ákveðna þraut á sem bestum tíma á Liebherr 42K-1 krana og var það samanlagður tímiúr tveim umferðum sem réð úrslitum.

Ingi Björnsson sem er 22 ára og kemur frá fyrirtækinu Feðgar í Hafnarfirði hlaut titilinn Íslandsmeistari í kranastjórnun í móti sem Merkúr hf. hélt í lok ágúst síðastliðinn og öðlaðist þar með keppnisrétt í Evrópukeppninni. Ingi var að vonum mjög ánægður með silfrið enda verður það að teljast mjög góður árangur að ná þetta langt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×