Erlent

Snarpur skjálfti í Afganistan

Snarpur jarðskjálfti sem mældist 6,7 ár Richter skók Hindu Kush héraðið í Afganistan fyrir stundu, þar sem nú er árla dags, en engar fregnir hafa borist af mann- eða eignatjóni. Skjálftinn fannst víða í Suður-Asíu og íbúar í pakistanska hluta Kasmír, sem varð illa úti í skjálfta í október, hlupu út af heimilum sínum þegar hann reið yfir. Skjálftinn fannst einnig í Nýju-Delí í Indlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×