Stjórn RÚV setur reglur um fréttir 7. apríl 2005 00:01 Samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið er gert ráð fyrir því að fimm manna stjórn RÚV, sem kosin er hlutbundinni kosningu á Alþingi, skuli setja reglur um fréttaflutning. "Með þessu er verið að geirnegla inn í lögin pólitíska valdstjórnun Ríkisútvarpsins," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og þingmaður Vinstri-grænna. "Samkvæmt frumvarpinu á stjórn ríkisútvarpsins, sem er pólitísk skipuð, að setja fréttastofunni reglur um hvaða vinnubrögð hún eigi að viðhafa. Það yrði stórslys verði þetta frumvarp að lögum, ekki síst í ljósi þess að nú hefur formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, tilkynnt að hann muni kalla nýjan fréttastjóra Ríkisútvarpsins, Óðin Jónsson, á teppið hjá sér. Vilja menn virkilega færa þessum aðilum, eins og formanni útvarpsráðs, auknar lagaheimildir til slíks pólitísks lögreglustarfs?" spyr Ögmundur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir ákvæðið fyrst og fremst eiga við um ákvæði frumvarpsins um almannaþjónustuhlutverk RÚV þar sem segir að RÚV eigi að veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga fréttaþjónustu. "Það er í því samhengi sem þetta ákvæði verður að skiljast. Þetta yrði gert á svipaðan hátt og á einkareknu miðlunum, þar sem siðareglur yrðu settar í samvinnu við hið nýja fjölmiðlastjórnvald sem væntanlega verður komið á laggirnar. Þetta á við almennar siðareglur í fréttaflutningi," segir Þorgerður Katrín. Hún segir að það sé alveg á hreinu að stjórn hins nýja Ríkisútvarps verður rekstarstjórn og á ekki að skipta sér af dagskránni. "Ég er að klippa á þessi meintu pólitísku tengsl. Það verður hins vegar að velja inn í stjórn RÚV fólk með rekstrarlega og faglega þekkingu," segir Þorgerður. "Ef vafi leikur á því hvernig túlka megi þetta ákvæði verður þingið að skoða það mjög gaumgæfilega," segir hún. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið er gert ráð fyrir því að fimm manna stjórn RÚV, sem kosin er hlutbundinni kosningu á Alþingi, skuli setja reglur um fréttaflutning. "Með þessu er verið að geirnegla inn í lögin pólitíska valdstjórnun Ríkisútvarpsins," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og þingmaður Vinstri-grænna. "Samkvæmt frumvarpinu á stjórn ríkisútvarpsins, sem er pólitísk skipuð, að setja fréttastofunni reglur um hvaða vinnubrögð hún eigi að viðhafa. Það yrði stórslys verði þetta frumvarp að lögum, ekki síst í ljósi þess að nú hefur formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, tilkynnt að hann muni kalla nýjan fréttastjóra Ríkisútvarpsins, Óðin Jónsson, á teppið hjá sér. Vilja menn virkilega færa þessum aðilum, eins og formanni útvarpsráðs, auknar lagaheimildir til slíks pólitísks lögreglustarfs?" spyr Ögmundur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir ákvæðið fyrst og fremst eiga við um ákvæði frumvarpsins um almannaþjónustuhlutverk RÚV þar sem segir að RÚV eigi að veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga fréttaþjónustu. "Það er í því samhengi sem þetta ákvæði verður að skiljast. Þetta yrði gert á svipaðan hátt og á einkareknu miðlunum, þar sem siðareglur yrðu settar í samvinnu við hið nýja fjölmiðlastjórnvald sem væntanlega verður komið á laggirnar. Þetta á við almennar siðareglur í fréttaflutningi," segir Þorgerður Katrín. Hún segir að það sé alveg á hreinu að stjórn hins nýja Ríkisútvarps verður rekstarstjórn og á ekki að skipta sér af dagskránni. "Ég er að klippa á þessi meintu pólitísku tengsl. Það verður hins vegar að velja inn í stjórn RÚV fólk með rekstrarlega og faglega þekkingu," segir Þorgerður. "Ef vafi leikur á því hvernig túlka megi þetta ákvæði verður þingið að skoða það mjög gaumgæfilega," segir hún.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði