Stjórn RÚV setur reglur um fréttir 7. apríl 2005 00:01 Samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið er gert ráð fyrir því að fimm manna stjórn RÚV, sem kosin er hlutbundinni kosningu á Alþingi, skuli setja reglur um fréttaflutning. "Með þessu er verið að geirnegla inn í lögin pólitíska valdstjórnun Ríkisútvarpsins," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og þingmaður Vinstri-grænna. "Samkvæmt frumvarpinu á stjórn ríkisútvarpsins, sem er pólitísk skipuð, að setja fréttastofunni reglur um hvaða vinnubrögð hún eigi að viðhafa. Það yrði stórslys verði þetta frumvarp að lögum, ekki síst í ljósi þess að nú hefur formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, tilkynnt að hann muni kalla nýjan fréttastjóra Ríkisútvarpsins, Óðin Jónsson, á teppið hjá sér. Vilja menn virkilega færa þessum aðilum, eins og formanni útvarpsráðs, auknar lagaheimildir til slíks pólitísks lögreglustarfs?" spyr Ögmundur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir ákvæðið fyrst og fremst eiga við um ákvæði frumvarpsins um almannaþjónustuhlutverk RÚV þar sem segir að RÚV eigi að veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga fréttaþjónustu. "Það er í því samhengi sem þetta ákvæði verður að skiljast. Þetta yrði gert á svipaðan hátt og á einkareknu miðlunum, þar sem siðareglur yrðu settar í samvinnu við hið nýja fjölmiðlastjórnvald sem væntanlega verður komið á laggirnar. Þetta á við almennar siðareglur í fréttaflutningi," segir Þorgerður Katrín. Hún segir að það sé alveg á hreinu að stjórn hins nýja Ríkisútvarps verður rekstarstjórn og á ekki að skipta sér af dagskránni. "Ég er að klippa á þessi meintu pólitísku tengsl. Það verður hins vegar að velja inn í stjórn RÚV fólk með rekstrarlega og faglega þekkingu," segir Þorgerður. "Ef vafi leikur á því hvernig túlka megi þetta ákvæði verður þingið að skoða það mjög gaumgæfilega," segir hún. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Fleiri fréttir Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Sjá meira
Samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið er gert ráð fyrir því að fimm manna stjórn RÚV, sem kosin er hlutbundinni kosningu á Alþingi, skuli setja reglur um fréttaflutning. "Með þessu er verið að geirnegla inn í lögin pólitíska valdstjórnun Ríkisútvarpsins," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og þingmaður Vinstri-grænna. "Samkvæmt frumvarpinu á stjórn ríkisútvarpsins, sem er pólitísk skipuð, að setja fréttastofunni reglur um hvaða vinnubrögð hún eigi að viðhafa. Það yrði stórslys verði þetta frumvarp að lögum, ekki síst í ljósi þess að nú hefur formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, tilkynnt að hann muni kalla nýjan fréttastjóra Ríkisútvarpsins, Óðin Jónsson, á teppið hjá sér. Vilja menn virkilega færa þessum aðilum, eins og formanni útvarpsráðs, auknar lagaheimildir til slíks pólitísks lögreglustarfs?" spyr Ögmundur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir ákvæðið fyrst og fremst eiga við um ákvæði frumvarpsins um almannaþjónustuhlutverk RÚV þar sem segir að RÚV eigi að veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga fréttaþjónustu. "Það er í því samhengi sem þetta ákvæði verður að skiljast. Þetta yrði gert á svipaðan hátt og á einkareknu miðlunum, þar sem siðareglur yrðu settar í samvinnu við hið nýja fjölmiðlastjórnvald sem væntanlega verður komið á laggirnar. Þetta á við almennar siðareglur í fréttaflutningi," segir Þorgerður Katrín. Hún segir að það sé alveg á hreinu að stjórn hins nýja Ríkisútvarps verður rekstarstjórn og á ekki að skipta sér af dagskránni. "Ég er að klippa á þessi meintu pólitísku tengsl. Það verður hins vegar að velja inn í stjórn RÚV fólk með rekstrarlega og faglega þekkingu," segir Þorgerður. "Ef vafi leikur á því hvernig túlka megi þetta ákvæði verður þingið að skoða það mjög gaumgæfilega," segir hún.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Fleiri fréttir Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Sjá meira