Óttast afleiðingar við sölu sjóðs 7. apríl 2005 00:01 Einhver banki eða peningastofnun mun eignast fyrsta veðrétt í nær öllum bújörðum hér á landi ef hugmyndir um að selja Lánasjóð landbúnaðarins á almennum peningamarkaði ná fram að ganga. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri - grænna, vakti athygli á þessu og hugsanlegum afleiðingum í utandagskrárumræðu um málið á Alþingi í morgun, en sjóðurinn er opinber sjóður sem bændur hafa byggt upp með greiðslum og nýtur ríkisábyrgðar. Jón sagði að bændum hefði brugðið þegar tilkynnt hefði verið í fréttum Ríkissjónvarpsins 30. mars að ríkisstjórnin hefði ákveðið að selja lánasjóðinn og að svo kynni að fara að viðskiptabanki í eigu hinna ýmsu eignarhaldsfélaga, fjársterkra einstaklinga eða fyrirtækjasamsteypna eignaðist fyrsta veðrétt í nánast öllum jörðum á Íslandi. Fyrsti veðréttur á öllum jörðum í höndum bankastofnana sem eingöngu hugsuðu um tímabundinn gróða gæti á skömmum tíma gjörbreytt eignarhaldi á jörðum og búsetumynstri í landinu. Jón sagðist ekki viss um að það væri vilji þjóðarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu Bylgjunnar hefur sjóðurinn verið mjög sveigjanlegur í innheimtu á lánum, langt umfram það sem nú tíðkast á peningamarkaðnum og óttast nú ýmsir að með harðari innheimtuaðgerðum kunni fjölmargar bújarðir að falla í hendur nýrra eigenda ef sjóðurinn verði seldur. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra skipaði um síðustu áramót starfshóp til að fara yfir mál sjóðsins í ljósi nýrrar og gjörbreyttrar stöðu á almenna fjármálamarkaðnum. Hann fullvissaði Jón Bjarnason að fullt samráð yrði haft við bændur um allar breytingar og meðal annars yrði skoðaður sá möguleiki að eignir sjóðsins umfram skuldbindingar rynnu í Lífeyrissjóð bænda ef til sölu kæmi. Hann óttaðist ekki að hagsmunum bænda yrði stefnt í voða þótt nýr eigandi eignaðist fyrsta verðrétt í fjölda bújarða því nú væru sumir bændur þegar farnir að greiða upp lán sín við sjóðinn með öðrum hagstæðari lánum og á hann þar væntanlega við vel stæða bændur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Einhver banki eða peningastofnun mun eignast fyrsta veðrétt í nær öllum bújörðum hér á landi ef hugmyndir um að selja Lánasjóð landbúnaðarins á almennum peningamarkaði ná fram að ganga. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri - grænna, vakti athygli á þessu og hugsanlegum afleiðingum í utandagskrárumræðu um málið á Alþingi í morgun, en sjóðurinn er opinber sjóður sem bændur hafa byggt upp með greiðslum og nýtur ríkisábyrgðar. Jón sagði að bændum hefði brugðið þegar tilkynnt hefði verið í fréttum Ríkissjónvarpsins 30. mars að ríkisstjórnin hefði ákveðið að selja lánasjóðinn og að svo kynni að fara að viðskiptabanki í eigu hinna ýmsu eignarhaldsfélaga, fjársterkra einstaklinga eða fyrirtækjasamsteypna eignaðist fyrsta veðrétt í nánast öllum jörðum á Íslandi. Fyrsti veðréttur á öllum jörðum í höndum bankastofnana sem eingöngu hugsuðu um tímabundinn gróða gæti á skömmum tíma gjörbreytt eignarhaldi á jörðum og búsetumynstri í landinu. Jón sagðist ekki viss um að það væri vilji þjóðarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu Bylgjunnar hefur sjóðurinn verið mjög sveigjanlegur í innheimtu á lánum, langt umfram það sem nú tíðkast á peningamarkaðnum og óttast nú ýmsir að með harðari innheimtuaðgerðum kunni fjölmargar bújarðir að falla í hendur nýrra eigenda ef sjóðurinn verði seldur. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra skipaði um síðustu áramót starfshóp til að fara yfir mál sjóðsins í ljósi nýrrar og gjörbreyttrar stöðu á almenna fjármálamarkaðnum. Hann fullvissaði Jón Bjarnason að fullt samráð yrði haft við bændur um allar breytingar og meðal annars yrði skoðaður sá möguleiki að eignir sjóðsins umfram skuldbindingar rynnu í Lífeyrissjóð bænda ef til sölu kæmi. Hann óttaðist ekki að hagsmunum bænda yrði stefnt í voða þótt nýr eigandi eignaðist fyrsta verðrétt í fjölda bújarða því nú væru sumir bændur þegar farnir að greiða upp lán sín við sjóðinn með öðrum hagstæðari lánum og á hann þar væntanlega við vel stæða bændur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent