Erlent

Haradinaj segist saklaus

Ramus Haradinaj, fyrrverandi forsætisráðherra Kosovo, lýsti sig saklausan af ákærum um morð, nauðganir og nauðungarflutninga á Serbum þegar hann kom fyrir Alþjóðastríðsglæpadómstólinn í Haag í morgun. Haradinaj er ákærður fyrir að hafa framið þessa glæpi sem leiðtogi uppreisnarmanna í Kosovo á árunum 1998 og 1999. Tveir nánustu samstarfsmenn Haradinajs komu einnig fyrir réttinn og lýstu þeir sömuleiðis yfir sakleysi sínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×