Hættan margfaldast við blæðingar 18. janúar 2005 00:01 Hættan á að íþróttakonur slíti krossbönd margfaldast þegar þær eru á blæðingum eða hafa egglos, samkvæmt nýlegum rannsóknum. Verið er að undirbúa rannsókn á krossbandasliti hjá kvenfólki hér á landi. Slit á krossböndum eru algeng íþróttameiðsl á Íslandi. Allt að tvö hundruð krossbandaaðgerðir eru gerðar árlega hér á landi en biðtími fyrir slíka aðgerð er um þrír mánuðir. Tíðni áverka af þessu tagi er allt að sex sinnum meiri hjá konum en körlum, að sögn Sveinbjörns Brandssonar bæklunarskurðlæknis. Samkvæmt bandarískum og norskum rannsóknum virðast ástæðurnar vera líffræðilegs eðlis. Sveinbjörn segir að hormónaþættir spili þarna nær örugglega inn í og vissar rannsóknir sýni klárlega fram á aukna tíðni krossbandaslita í kringum fyrstu daga blæðinga og í kringum egglos. Mismunur á kynjunum hvað þetta varðar tengist einnig vöðvabyggingu, lögun fóta og fleiri þáttum. Sveinbjörn bendir á að við egglos og blæðingar verði sinar í líkama kvenna mýkri vegna aukins hormónaflæðis. Hann segir langtum fleiri karla en konur fara í krossbandaaðgerð en að það sé þó að breytast, meðal annars vegna þess að aðgerðirnar séu einfaldari en áður. Stelpur sætti sig ekki við að sitja heima og prjóna heldur vilji vera virkar í íþróttum og það sé gott mál. Stefnt er að því að rannsaka sérstaklega krossbandaslit hjá kvenfólki hér á landi. Sveinbjörn segir að gott sé að gera rannsóknir á Íslandi því Íslendingar séu viljugir til að taka þátt í þeim. Til standi að rannsaka útbreiðslu og eðli krossbandsáverka hjá kvenfólki og jafnframt verði reynt að vinna forvarnastarf. Fréttir Innlent Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Hættan á að íþróttakonur slíti krossbönd margfaldast þegar þær eru á blæðingum eða hafa egglos, samkvæmt nýlegum rannsóknum. Verið er að undirbúa rannsókn á krossbandasliti hjá kvenfólki hér á landi. Slit á krossböndum eru algeng íþróttameiðsl á Íslandi. Allt að tvö hundruð krossbandaaðgerðir eru gerðar árlega hér á landi en biðtími fyrir slíka aðgerð er um þrír mánuðir. Tíðni áverka af þessu tagi er allt að sex sinnum meiri hjá konum en körlum, að sögn Sveinbjörns Brandssonar bæklunarskurðlæknis. Samkvæmt bandarískum og norskum rannsóknum virðast ástæðurnar vera líffræðilegs eðlis. Sveinbjörn segir að hormónaþættir spili þarna nær örugglega inn í og vissar rannsóknir sýni klárlega fram á aukna tíðni krossbandaslita í kringum fyrstu daga blæðinga og í kringum egglos. Mismunur á kynjunum hvað þetta varðar tengist einnig vöðvabyggingu, lögun fóta og fleiri þáttum. Sveinbjörn bendir á að við egglos og blæðingar verði sinar í líkama kvenna mýkri vegna aukins hormónaflæðis. Hann segir langtum fleiri karla en konur fara í krossbandaaðgerð en að það sé þó að breytast, meðal annars vegna þess að aðgerðirnar séu einfaldari en áður. Stelpur sætti sig ekki við að sitja heima og prjóna heldur vilji vera virkar í íþróttum og það sé gott mál. Stefnt er að því að rannsaka sérstaklega krossbandaslit hjá kvenfólki hér á landi. Sveinbjörn segir að gott sé að gera rannsóknir á Íslandi því Íslendingar séu viljugir til að taka þátt í þeim. Til standi að rannsaka útbreiðslu og eðli krossbandsáverka hjá kvenfólki og jafnframt verði reynt að vinna forvarnastarf.
Fréttir Innlent Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira