Innlent

Veiðafæralaus skip með mokafla

Ekkert lát er á góðri loðnuveiði en veiðisvæðið er nú um 50 mílur út af Austfjörðum. Til að koma í veg fyrir að útgerðirnar brenni inni með óveiddan kvóta í lok vertíðar hafa sumar útgerðir, sem einnig eiga verksmiðjur, brugðið að það ráð að senda veiðarfæralaus skip á miðin til að sækja afla sem önnur skip hafa veitt. Með þeim hætti eykst einnig nýting þeirra verksmiðja sem standa lengst frá miðunum en a.m.k. tvö veiðarfæralaus skip hafa verið í loðnuflutningum af miðunum að undanförnu, Seley ÞH og Örn KE. Síldarvinnslan sendi Örn KE í loðnuflutningana en fimm eru í áhöfn og allir á föstu kaupi, segir Freysteinn Bjarnason hjá Síldarvinnslunni. Önnur leið sem útgerðir eru að fara til að freista þess að ná öllum kvótanum er að kaupa skip með skilarétti. Þá leið fór Samherji þegar Högaberg var keypt nýlega frá Færeyjum en í kaupsamningi er ákvæði um endursölurétt innan þriggja mánaða frá undirritun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×