Innlent

Hringbrautin á áætlun

Ekið verður um hluta nýju Hringbrautarinnar í Reykjavík í maí. Hafliði Richard Jónsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, segir verklok 15. október. Hafliði segir framkvæmdir á áætlun. Fyrirtækin Háfell og Eykt standi sameiginlega að verkinu. Háfell sjái um jarðframkvæmdir og Eykt um uppsteypu á undirgöngum og göngubrúm. "Samningur við verktaka hljóðar upp á 1.200 milljónir," segir Hafliði. Verkið geti farið um tíu prósent fram úr áætlunum. Það kosti í heild um 1.600 milljónir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×