Innlent

Actavis eitt af fimm stærstu samheitafyrirtækjum heims

MYND/Vísir

Actavis er orðið eitt af fimm stærstu samheitalyfjafyrirtækjum heims eftir að fyrirtækið gekk frá kaupum á Alpharma lyfjafyrirtækinu. Actavis Group tilkynnti í dag að kaupum á samheitalyfjastarfsemi alþjóðlega lyfjafyrirtækisins Alpharma væri formlega lokið en Samkeppnisyfirvöld hafa samþykkt kaupin.

Áður hafði Actavis keypt bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Amide Pharmaceuticals í New Jersey í júlí síðastliðnum og hefur nú öðlast sterka stöðu á bandaríska samheitalyfjamarkaðnum. Actavis væntir þess að á næsta ári verði fyrirtækið með yfir þriðjung allrar sölu í samheitalyfjum í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×