Hvað felst í U-beygju Liverpool? 10. júní 2005 00:01 Í morgun var ljóst að Evrópumeistararnir í knattspyrnu, Liverpool, fá eftir allt saman að leika í Meistaradeildinni næsta tímabil. Liðið þarf þó að hefja keppni strax í forkeppninni sem hefst 12. júlí en ýmsar athyglisverðar hrókeringar þurftu að eiga sér stað til að dæmið gengi upp. Liverpool þarf t.d. að aflýsa fyrirhugaðri æfingaferð til Asíu og Þýskalands. Lykilatriðin í breytingunum eru: Minni sjónvarpstekjur Liverpool þarf að sætta sig við minni sjónvarpstekjur en hin ensku liðin fjögur, Chelsea, Arsenal, Manchester United og Everton ef liðið kemst í riðlakeppnina. Það þýðir samt að hin liðin fjögur fá ekki eins miklar sjónvarpstekjur ef Liverpool hefði ekki verið með. Engin aðskilnaðarvörn Um Liverpool gilda engar aðskilnaðarreglur gagnvart hinum ensku liðunum sem þýðir að þeir geta t.d. mætt Everton í 3. umferð forkeppninnar og verið með hinum liðunum ensku í riðli. Önnur lið upp um styrkleikaflokk Og það þurfti að færa önnur evrópsk lið til í leikjafyrirkomulagi. Tyrknesku meistararnir í Fenerbahçe færast beint í riðlakeppnina í stað þess að hafa átt að hefja keppni í 3. umferð forkeppninnar. Og í næsta þrepi færast pólsku meistararnir í Wisla Kraków úr annarri umferð forkeppninnar upp í 3. umferð en þeir áttu að koma beint inn í 2. umferð og að lokum til að færa lið úr neðsta styrkleikaflokki upp upp um flokk kom það í hlut verðandi rúmensku meistaranna að koma ekki inn fyrr en í 2. umferð í stað fyrstu. Um er að ræða annað hvort Steaua Bucurest eða Dinamo Bucurest. Forðast vandamálið í framtíðinni Og UEFA lét sér segjast með ástandinu sem skapast hefur að þessu sinni því sambandið hefur einnig ákveðið að ríkjandi titilhafar fái héðan í frá alltaf tækifæri til að verja titilinn að ári. Það er hins vegar fast kveðið á um að hvert knattspyrnusamband fyrir sig eyrnamerki eitt af Meistaradeildarsætunum sínum hugsanlegum meisturum innan þess viðkomandi sambands sem með öðrum orðum þýðir að ekki undir neinum kringumstæðum megi nein þjóð tefla fram fleiri en 4 liðum í Meistaradeildina. Þannig hefði Evrton sem lenti í 4. sæti á Englandi orðið af sínu sæti í Meistaradeild hefðu þær reglur verið skýrar núna. Man City fær ekki UEFA Cup sæti Liverpool Manchester City hafði vonast til að fá UEFA Cup sæti Liverpool sem lenti í 5. sæti úrvalsdeildarinnar en UEFA þvertekur fyrir að láta enska knattspyrnusambandið eftir annað Evrópusæti. Svo á UEFA aðeins eftir að skjalfesta lagabreytingarnar en það verður gert í lok júní. Liverpool getur ekki mætt FH í 1. umferð forkeppninnar eins og gert hefur verið að skóna í dag. Liðin eru bæði í efri styrkleikaflokki þeirra liða sem etja kappi í upphafi. Raðað eftir Evrópustuðli styrkleika. Efri styrkleikaflokkur. Liverpool (England) Anorthosis Famagusta (Kýpur) Nova Gorica (Slóvenía) Dinamo Tbilisi (Georgía) Meistarar Slóvakíu (Slóvakía) Haka Valkeakoski (Finnland) FH (Ísland) Shelbourne (Írland) Zrinjski Mostar (Bosnía/Herzegóvína) Skonto Riga (Lettland) Sheriff Tiraspol (Moldavía) FBK Kaunas (Litháen) Þau lið sem FH getur mætt má sjá hér að neðan raðað eftir Evrópustuðli styrkleika. Neðri styrkleikaflokkur. Rabotnicki Skopje (Makedónía) Dinamo Minsk (Hvíta-Rússland) Sliema Wanderers (Malta) Pyunik Yerevan (Armenía) SK Tirana (Albanía) Levadia Tallinn (Eistland) Glentoran (Norður-Írland) Llansantffraid (Wales) F91 Dudelange (Lúxemborg) Sæti frá Azerbaijan (Azerbaijan) HB Torshavn (Færeyjar) Kairat Almaty (Kazakhstan) Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira
Í morgun var ljóst að Evrópumeistararnir í knattspyrnu, Liverpool, fá eftir allt saman að leika í Meistaradeildinni næsta tímabil. Liðið þarf þó að hefja keppni strax í forkeppninni sem hefst 12. júlí en ýmsar athyglisverðar hrókeringar þurftu að eiga sér stað til að dæmið gengi upp. Liverpool þarf t.d. að aflýsa fyrirhugaðri æfingaferð til Asíu og Þýskalands. Lykilatriðin í breytingunum eru: Minni sjónvarpstekjur Liverpool þarf að sætta sig við minni sjónvarpstekjur en hin ensku liðin fjögur, Chelsea, Arsenal, Manchester United og Everton ef liðið kemst í riðlakeppnina. Það þýðir samt að hin liðin fjögur fá ekki eins miklar sjónvarpstekjur ef Liverpool hefði ekki verið með. Engin aðskilnaðarvörn Um Liverpool gilda engar aðskilnaðarreglur gagnvart hinum ensku liðunum sem þýðir að þeir geta t.d. mætt Everton í 3. umferð forkeppninnar og verið með hinum liðunum ensku í riðli. Önnur lið upp um styrkleikaflokk Og það þurfti að færa önnur evrópsk lið til í leikjafyrirkomulagi. Tyrknesku meistararnir í Fenerbahçe færast beint í riðlakeppnina í stað þess að hafa átt að hefja keppni í 3. umferð forkeppninnar. Og í næsta þrepi færast pólsku meistararnir í Wisla Kraków úr annarri umferð forkeppninnar upp í 3. umferð en þeir áttu að koma beint inn í 2. umferð og að lokum til að færa lið úr neðsta styrkleikaflokki upp upp um flokk kom það í hlut verðandi rúmensku meistaranna að koma ekki inn fyrr en í 2. umferð í stað fyrstu. Um er að ræða annað hvort Steaua Bucurest eða Dinamo Bucurest. Forðast vandamálið í framtíðinni Og UEFA lét sér segjast með ástandinu sem skapast hefur að þessu sinni því sambandið hefur einnig ákveðið að ríkjandi titilhafar fái héðan í frá alltaf tækifæri til að verja titilinn að ári. Það er hins vegar fast kveðið á um að hvert knattspyrnusamband fyrir sig eyrnamerki eitt af Meistaradeildarsætunum sínum hugsanlegum meisturum innan þess viðkomandi sambands sem með öðrum orðum þýðir að ekki undir neinum kringumstæðum megi nein þjóð tefla fram fleiri en 4 liðum í Meistaradeildina. Þannig hefði Evrton sem lenti í 4. sæti á Englandi orðið af sínu sæti í Meistaradeild hefðu þær reglur verið skýrar núna. Man City fær ekki UEFA Cup sæti Liverpool Manchester City hafði vonast til að fá UEFA Cup sæti Liverpool sem lenti í 5. sæti úrvalsdeildarinnar en UEFA þvertekur fyrir að láta enska knattspyrnusambandið eftir annað Evrópusæti. Svo á UEFA aðeins eftir að skjalfesta lagabreytingarnar en það verður gert í lok júní. Liverpool getur ekki mætt FH í 1. umferð forkeppninnar eins og gert hefur verið að skóna í dag. Liðin eru bæði í efri styrkleikaflokki þeirra liða sem etja kappi í upphafi. Raðað eftir Evrópustuðli styrkleika. Efri styrkleikaflokkur. Liverpool (England) Anorthosis Famagusta (Kýpur) Nova Gorica (Slóvenía) Dinamo Tbilisi (Georgía) Meistarar Slóvakíu (Slóvakía) Haka Valkeakoski (Finnland) FH (Ísland) Shelbourne (Írland) Zrinjski Mostar (Bosnía/Herzegóvína) Skonto Riga (Lettland) Sheriff Tiraspol (Moldavía) FBK Kaunas (Litháen) Þau lið sem FH getur mætt má sjá hér að neðan raðað eftir Evrópustuðli styrkleika. Neðri styrkleikaflokkur. Rabotnicki Skopje (Makedónía) Dinamo Minsk (Hvíta-Rússland) Sliema Wanderers (Malta) Pyunik Yerevan (Armenía) SK Tirana (Albanía) Levadia Tallinn (Eistland) Glentoran (Norður-Írland) Llansantffraid (Wales) F91 Dudelange (Lúxemborg) Sæti frá Azerbaijan (Azerbaijan) HB Torshavn (Færeyjar) Kairat Almaty (Kazakhstan)
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita