Innlent

Fá send flugeldagleraugu

MYND/Páll Bergmann

Blindrafélagið og Slysavarnarfélagið Landsbjörg senda öllum foreldrum 10 til 15 ára barna gjafabréf fyrir flugeldagleraugum. Um síðustu áramót urðu 9 augnslys, öll hjá strákum á aldrinum 9 til 18 ára en enginn þeirra var með flugeldagleraugu á sér.

Blindrafélagið og Slysavarnarfélagið Landsbjörg segja að með notkun flugeldagleraugna sé hægt að koma í veg fyrir að viðkomandi skaðist á auga. Í kringum 28.000 börn fá send flugeldagleraugu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×