Erlent

Fimm bandarískir hermenn féllu í bardaga í Írak í gær

Að minnsta kosti fimm bandarískir hermenn féllu í bardaga við uppreisnarmenn í Vestur-Írak í gær, skammt frá landamærum við Sýrlands. Þá felldi bandaríski herinn 16 manns í átökunum. Svo virðist sem ekkert lát ætli að verða á átökum í landinu en frá því Bandaríkjamenn réðust þar inn árið 2003 hafa yfir tvö þúsund bandarískir hermenn fallið. Ekki eru þó til tölur yfir það hversu margir Írakar hafa fallið en ljóst er að sú tala er mun hærri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×