Innlent

Væntingar stjórnenda stórfyrirtækja góðar

Í nýlegri Gallup könnun þar sem könnuð var staða og framtíðarhorfur stærstu fyrirtækja landsins kemur fram að forráðamenn fyrirtækjanna telja aðstæður í efnahagslífinu í dag almennt góðar. Sjötíu prósent aðspurðra voru bjartsýnir en um tuttugu prósent telja aðstæður hins vegar slæmar. Í þeim hópi eru það aðallega fyrirtæki í sjávarútvegi. Könnunin er samstarfsverkefni fjármálaráðuneytisins, Seðlabanka Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Þegar forráðamenn fyrirtækjanna eru beðnir um mat sitt á stöðu efnahagsmála 6 mánuði fram í tímann telja einungis 8% þeirra að aðstæður verði betri, 63% að aðstæður verði óbreyttar og 29% að aðstæður verði verri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×