Innlent

Fundur vegna úrskurðar kjaradóms

Forsvarsmenn Alþýðusambandsins hitta Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á fundi klukkan tvö í dag vegna úrskurðar Kjaradóms um hækkun launa æðstu embættismanna ríkisins. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir óeðlilegt að laun æðstu embættismanna hækki umfram það sem gerist á almennum vinnumarkaði og að nýjustu hækkanir hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Áður hafði Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, gagnrýnt Garðar Garðarsson formann Kjaradóms fyrir ófullnægjandi svör um forsendur fyrir hækkununum. NFS verður með beina útsendingu frá ráðherrabústaðnum bæði fyrir og eftir fundinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×