Sport

Baros biðst afsökunar

Tékkneski landsliðsframherjinn Milan Baros hjá Liverpool hefur beðið Alan Stubbs, fyrirliða Everton afsökunar á grófri tæklingu sinni í leik grannaliðanna um helgina. Baros fékk að líta rauða spjaldið fyrir verknaðinn og nú er Liverpool bókstaflega án framherja í næstu leikjum, því allir framherjar liðsins eru ýmist meiddir eða í leikbanni. "Það var alls ekki ætlun mín að meiða Stubbs með þessari tæklingu - ég var að reyna að ná til knattarins.  Ég geri mér hinsvegar grein fyrir því að tæklingin var glæfraleg og ég átti alveg skilið að fá brottvísun fyrir hana", sagði Baros, sem hlaut þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×