Sport

Gunnar Heiðar í landsliðið

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, fyrrum leikmaður ÍBV og núverandi leikmaður Halmstad í Svíþjóð, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið í knattspyrnu. Hjálmar Jónsson, leikmaður Gautaborgar í Svíþjóð er meiddur og verður því að draga sig út úr hópnum fyrir leikinn gegn Króötum.  Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa því gripið til þess ráðs að kalla á Gunnar Heiðar, sem ekki hefur leikið landsleik áður, þó hann hafi áður verið í landsliðshópnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×