Sport

Ívar og félagar í umspilssæti

Ívar Ingimarsson og félagar í Reading læddu sér í umsspilssæti í ensku Championship deildinni í fótbolta í kvöld með því að sigra Brighton á útivelli 0-1 og lék Ívar að vanda allan leikinn með Reading. Varamaðurinn Nicky Forster skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik. Reading er í 6. sæti deildarinnar með 60 stig eftir 39 leiki og á því 7 leiki eftir í deildinni. Sheffield Utd er 2 stigum fyrir aftan og á leik til góða eins og liðin þar fyrir aftan, West Ham og QPR sem eru með 56 stig. Tvö efstu lið deildarinnar komast upp í úrvalsdeild en liðin í sætum 3-6 leika umspil um eitt viðbótarsæti í úrvalsdeildinni að ári. Ívar sem hefur verið einn besti leikmaður Reading í vetur er ekki í leikmannahópi íslenska landsliðsins sem mætir Króötum í undankeppni HM á laugardaginn en hann hefur lýst því yfir að hann gefi ekki kost á sér á meðan Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson stýra liðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×