Sport

Fergie ekki ósnertanlegur

David Gill, stjórnarformaður Manchester United hefur gefið það út að Alex Ferguson knattspyrnustjóri liðsins, þurfi að standa undir sömu kröfum og aðrir toppþjálfarar og því sé hann ekki með óuppsegjanlegan samning. Því hefur verið haldið fram að Ferguson sé búinn að ná svo góðum árangri með United á liðnum árum að hann sé ósnertanlegur sem knattspyrnustjóri liðsins. Gill vill ekki meina að svo sé, en segir að þó að líti út fyrir að United mistakist að vinna titilinn í tvö ár í röð í fyrsta sinn síðan Úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992 , hafi uppsögn Ferguson aldrei verið rædd í stjórn félagsins. "Við munum ekki örvænta þó við vinnum ekki í ár, en pressan er óneitanlega til staðar á liðið að standa sig og við eigum líka möguleika á að vinna FA-bikarinn í vor svo að það gæti hjálpað okkur að komast yfir vonbrigðin í Meistaradeildinni," sagði Gill.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×