Sport

Jafntefli hjá Rangers og Dundee

Rangers mistókst að vinna Dundee United á útivelli í gær í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, lokatölur 1-1. Rangers fór þó á toppinn á markatölu. Þeir eru með 50 stig en Celtic getur endurheimt toppsætið í dag þegar liðið mætir Livingston á heimavelli. Dunfermline náði að innbyrða sigur í gær gegn Dundee 3-1. Dunfermline er í áttunda sæti deildarinnar af tólf liðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×