Innlent

Áfram flogið til Grænlands

Flugfélag Íslands hefur náð samkomulagi við heimastjórnina í Grænlandi um að halda áfram áætlunarflugi milli Íslands og Grænlands. Samningurinn er til fimm ára og með möguleika á áframhaldi í önnur fimm ár. Flogið verður tvisvar í viku til Kulusuk og Constablepynt. Í kjölfar samningsins hafa nú tvær háþekjur af gerðinni Dash-8, sem taka 39 farþega, verið keyptar, en þær vélar þurfa mun styttri flugbrautir en Fokker-vélarnar. "Við gerum nú ráð fyrir því að markaðssetja í auknum mæli leiguflug fyrir sérhæfð verkefni," segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Hann segir það fyrst og fremst vera erlenda ferðamenn sem fljúga héðan til Grænlands, en margir ferðamenn kjósi frekar að fara í gegnum Ísland en Danmörku á leið sinni til landsins. "Áhugi Íslendinga hefur verið að aukast að undanförnu en þeir eru ekki uppistaðan." Um tíu þúsund manns flugu héðan til Grænlands í fyrra og voru Íslendingar innan við tíu prósent þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×