Innlent

Dulbúnir samningar

Mikið hefur verið deilt um þjónustusamninga starfsmannaleiga hér á landi og hafa tvö slík mál farið fyrir dómstóla og í síðustu viku var annað slíkt mál kært til sýslumanns á Akranesi. Margir hafa gangrýnt íslensk stjórvöld fyrir að vera of sein og treg til að veita erlendu verkafólki atvinnu- og dvalarleyfi og segja jafnvel að þjónustusamningar séu svar atvinnulífsins við þessari tregðu. Fréttablaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Gissur Pétursson, forstjóra Vinnumálastofnunar. Eru stjórnvöld of sein og treg til að veita erlendu vinnuafli dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi? Íslensk stjórnvöld verða ekki sökuð um það sérstaklega ef miðað er við önnur lönd. Hér á landi ganga þessi mál mjög hratt fyrir sig ef öll gögn eru í lagi. Eru þjónustusamningar starfsmannaleiga löglegir? Já, almennt eru þeir það en það sem við höfum verið að takast á við er að menn eru farnir að dulbúa samninga sem alla jafna ættu að vera ráðningasamningar sem þjónustusamninga. Eru Íslendingar hættir að vilja vinna verkamannastörf? Það ætla ég rétt að vona ekki. En vissulega höfum við orðið vör við það að það getur verið erfitt að manna fiskvinnslustörf svo það getur verið að þessi þróun eigi sér stað. Ég held að Íslendingar ættu nú að hugleiða það alvarlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×