Innlent

Fyrsti dagurinn gengur vel

Fyrsti virki dagur nýs leiðakerfis hjá Strætó bs. hefur gengið vel að sögn talsmanna Strætó og hafa engir stórir hnökrar komið upp á nýja leiðakerfinu. Þó eru dæmi um að fólk hafi þurft að bíða lengi eftir vögnum eða ekki fundið nýjar biðstöðvar og segja sumir að kerfið sé orðið mun flóknara en áður. Ekki hefur tekist að merkja allar biðstöðvarnar vegna manneklu en stefna er tekin á að koma endastöðvum í endanlegt horf á allra næstu dögum. Margir hafa nýtt sér vefsíðu Strætó á Netinu til að kynna sér nýja leiðakerfið en til að auðvelda farþegum að nota vagnana er hægt að hringja í frítt þjónustunúmer í síma 800 1199.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×