Erlent

Mótmæltu hryðjuverkaárásunum

Þúsundir manna, bæði heimamenn og ferðamenn, söfnuðust saman á ferðamannastaðnum Sharm el-Sheik í Egyptalandi í gær til að mótmæla hryðjuverkaárásunum á laugardag sem urðu 88 manns að bana og særðu yfir 120. Margir þeirra ferðamanna sem staddir voru í Sharm el-Sheik þegar spreningarnar urðu yfirgáfu staðinn þegar í stað og sendu ferðaskrifstofur tugi véla til að flytja farþega sína heim. Ljóst er að mikið verk er framundan hjá yfirvöldum við að fá fólk til að hætta ekki að koma til Sharm el-Sheik, eins helsta ferðamannastaðar Egyptalands, en í dag eru flest hótel og veitingastaðir auðir. Egypska lögreglan hefur handtekið meira en 70 manns í tengslum við sprengjutilræðin. Enginn hefur verið ákærður en þetta er mannskæðasta hryðjuverkaárás sem gerð hefur verið í Egyptalandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×